<$BlogRSDUrl$>

Síða sannleikans!

laugardagur, mars 29, 2003

Jæja vikan hefur verið viðburðarrík hjá Töburum. Að vísu stóðu þeir ekki undir nafni á fimmtudaginn og unnu öllum á óvart. Það var sem sagt leikur við m.fl.kvenna hjá Hetti og lokatölur voru 4 - 0. Þetta var frekar ósanngjarnt en samt ágætt. Leikmenn Tab-Extra komust upp með alls kyns kynferðislegt áreiti sem olli því að einbeiting m.fl. var frekar lítil. Erla var sú eina sem komst sæmilega frá leiknum en var í lokin orðin frekar afbrýðisöm þar sem öll kynferðisleg áreitni var beint til m.fl. en ekki til kvennanna í Tab. Þetta óvænta útspil Tabara varð til þess að þeir náðu að stinga sér nokkrum sinnum inn - fyrir varnir kvennanna með góðum árangri. Hins vegar verður að segja að þeir voru heppnir í byrjun leiksins er Sandra skóp sér góð færi en nýtti því miður ekki nógu vel. Þessu Tabi verður hefnt fljótlega en stefnt er að því að mæta með allar helstu stjörnur m.fl. kvenna í næsta leik og verða þær þá brynjaðar gegn óæskilegum handtökum Tabara.
Tabarar voru nokkrum sinnum gripnir í landhelgi þar sem þeir voru að sniglast innan varnarlínu m.fl. án þess að hafa tilskilin leyfi til þess og töldust því rangstæðir all mörgum sinnum.
Nú líður að því að sumir Tabarar fara í æfingabúðir til Danmerkur og hætt er við því að æfingar og leikir verða í minna mæli en áður á meðan. Gott er hins vegar að vita til þess að það eru helst þeir sem mest þurfa sem fara og eru það þeir Kalli, DagZi, Hugni, Atli, Stefán Andri og Ragga auk grúpppíanna Herdísar, Birtu og Sólveigar. Þetta verður til þess að leikmenn hækka í verði ef tilboð berst en það eru engir að fara á taugum vegna tilboða sem hrúgast inn á borð stjórnar í þessa leikmenn. Frekar er hætta á tilboði í Hörpu, Erlu og Betu.
Ég rak augun í skipurit TabExtra og komst að því að eitthvað hefur skolast til síðan ég sá það síðast því að ég er ekki lengur á meðal topp stjórnenda og er ég lítt sáttur við það. Ef Andri Geir er kominn í stjórnina þá hlýtur hann að hafa notað sömu aðferð og Sveppi með að taka cookies og kjósa sjálfan sig alloft. Rétt eins og DagZi og KalLi kusu sjálfa sig í stjórn. Það er kominn tími til að Pétur Blöndal blandi sér í málin og fari að athuga á hvað hlutabréfin í TabExtra standa í og kaupi jafnvel eins og eitt sæti í stjórninni og setji hlutafélagið á almennan markað
Hver myndi ekki vilja kaupa hlutabréf í TabExtra eftir tvo sigra í röð. Mér skilst að þau standi núna í 87 krónum hluturinn...Allir að kaupa áður en þau hækka meira.

föstudagur, mars 28, 2003

Já maður er ennþá í skýjunum eftir annan sigur tab í röð en eins og allir ættu að vita þá unnum við meistaraflokk kvk í gær 4-0 þar sem ég og Pétur skorðum 2 hvor.....
CM4 er kominn út og dauðlangar mér í hann en þar sem ég er fátækur námsmaður þarf ég að bíða í einhverntíma en þegar ég fór í BT áðan voru bara 3 eintök eftir!!!!!!! böhöhöhöhö
Annarrs ætla ég að gista hjá Kalla og ætlum við að gera eithvað sniðugt taka mynd og spurning um að bjóða einhverjum gellum (það er ef Kalli leyfir).........
Já það eiga allir með viti að mæta niðrí íþróttahús á morgun klukkan eithvað en 3 flokkur gella er að keppa í fótbolta...........

Bush er auli ég segi það enn og aftur!

fimmtudagur, mars 27, 2003

Andri Geir hefur verið ráðinn í stjórn Tab Extra eftir að hann brast í grát og baðst afsökunar á þessu ófagmannlegu hegðun í garð Tab Extra... Aðalstarf Andra Geirs verður að kynna Tab fyrir reykvíkingum og sjá um markaðsmál þar í bæ og borg.... Andri er einmitt gamall samherji Dags Forseta sem segist vera ánægður með að vera kominn með sambönd í RVK....

Valdalistinn lítur því þannig út:

1-2 DagZi -forseti
1-2 Kalli manager
3. Jörgen stjórnarformaður
4-6 Andri, Erla og Óttar Már stjórnarmeðlimir...
7. Pétur fyrirliði
1002. Beta watergirl
Þið megið óska okkur tilhamingju með sigurinn í gestabókinni!
jæja þá er komið að því að segja frá leiknum gegn meistaraflokki kvenna:: En leikurinn var bara í 45.mínútur vegna leti meistaraflokks...
Leikurinn byrjaði frekar rólega en á 10.mín átti Sandra Björk skot sem virtist ætla inn en sem betur fer lenti hann í slánni og má segja að Tab hafi verið heppið..
Nokkrum mínútum seinna komst Sandra inn fyrir og skaut rétt framhjá....
En á c.a. 20.mín dróg til tíðinda þegar Kalli átti ágæta sendingu á Dagza sem keyrði inn af hægri og lagði boltan snyrtilega framhjá markmanni þeirra 1-0!!
c.a. 23.mín tekur Dagzi hornspyrnu á Pétur sem sendir hann aftur út á Dagza sem kemur og setur hann inní þvöguna en þar er Pétur og hann klárar færið að sjálfsögðu....
DagZi og Pétur spila þríhyrning sem endar með því að Pétur skorar 3-0...
Þegar lítið er eftir potar Kalli boltanum inn fyrir og tekur DagZi sprett og setur hann í vinstra hornið...
LOKATÖLUR 4-0

Nú maður leiksins var ÉG allavega með 2.mörk og 2.stoðsendingar sem þýðir að ég átti þátt í öllum mörkunum... En síðan voru Garðar, Huginn, Pétur, Jörgen, Kalli og Stefán atkvæðamiklir....
Sigur staðreynd en eins og við spiluðum fyrstu 20.mínúturnar getum við ekki neitt en afgangurinn af leiknum var snilld!!!!!!!!!!!!!!
Ég var sérstaklega ánægður með Sóknina en öll mörkin nema eitt komu eftir stungusendingar sem lofar góðu en vörnin var einnig ágæt fyrir utan það að Sandra Börk fékk stundum of mikinn tíma....
En nú megum við ekki missa einbeitinguna og ég hvet alla til að mæta á æfingar......

Hunkar dagsins (myndin er fengin af láni frá samtökunum 78')
Já en hér er ógeðsleg síða að hætti Elvars

Já oki eða ekki.. En veljið ekki ÞETTA og klikkið ekki síðan á appelsínu gulu stafina.. Það er mesta snilld ever...
Liðið á móti konunum er svona skipað
Markmaður: Steinar L
varnarmenn: Erla vb Atli rb Huginn og Petur captain mv
Miðjan: Kalli hk ???? vk Jörgen miðja miðju
Framherjar: Dagur amc Stefan og Garðar Strikerar!


Ef þið eruð ekki í liðinu mætið samt það verður nóg af skiptingum og sumir fara í hálfleik! Muni eftir búningum!
Já það er fyrirhugaður stórleikur í kveld!!!!!!! Tab á móti meistaraflokki kvenna....!!!!!!!!!! Leikurinn bryjar klukkan 7 og verður í hinum frábæra bæ Fellabæ!!!!!! Spá okkar fyrir leikinn er 7-4 Tab í hag...... Ekki er víst hvort þær gellur sem eru í Tab og líka í meistaraflokki spili með okkur en það kemur í ljós!!!
En hey þið sem ætlið að kaupa búning núna í annarri umferð viljiði plís fara að borga!!!!!!
HEhehe ÉG, KALLI og birta erum að semja árshátíðar atriði fyrir bekkinn okkar og er það hrein snilld... Það er um okkar bekk en samt EKKI!... Og aðalpersónur eru EKKI Huginn, Stefán, Herdís, Hannadóra og Ruth en það á eftir að redda leikurum.....

Byrjunarliðið fyrir kveldið verður birt hér stundvíslega klukkan 4.00... Svo bíðið spennt....!

miðvikudagur, mars 26, 2003

Já Eva og þið telpur, við skulum hafa það þannig að hverjum þykir sinn fiskur fagur og það er ekkert skrýtið þó að þið séuð fíla ykkar síðu meira en okkar og öfugt... Síðan ykkar samt mjög fín en þið vitið að ég færi aldrei að segja að hún væri flottari en Tab síðan :Þ ... hehe tilhamingju Erla fuglaprófessor múhahaha......
Jæja ég var svona að hugsa um þennan gríðarlega fjölda para í skólanum og ég fattaði að það væru á heilum báðum samböndunum í 9 og 10.bekk Leifur og Magga, Bjartmar og Sigrún þetta eru allt tab leikmenn nema Magga.. Tilviljun??? Held ekki, þegar fólk gengur í tab þarf það nefnilega að vera flott eins og það sannast í þessu tilviki........ Stefán hefur ekki fundið bolinn sem var stolið af honum og er það ekki gott mál.... Heyrst hefur að Óttar Már nýji stjórnarmeðlimurinn hafi fundið sér kærustu um daginn en það er víst fröken Hvalfreður..... Baldur Smári hinn snöggi framherji Tab á víst met í sambandi en hann er búinn að vera með Erlu frá nesk í slatta af mánuðum.....

Eva segir að þeirra síða sé betri en hér koma staðreyndir gegn því: Okkar síða er betur uppfærð, flottara útlit, myndir, skoðanakannanirnar hafa gert það gott og síðan er hún óturlega vinsæl.... En síðan ykkar er samt fín en okkar er meira alhliða ykkar er meira um hvað þið borðuð í morgunmat eða hvort þið ætlið í sund... En samt er hún ágæt sko! En hey þetta er bara álit mitt (þó eru nokkrar staðreyndir í þessu)

Gellur dagsins eru ekki af verri endanum:Þetta stríð í Írak á milli Gergoe Bush pabbastráks og Saddams psycho's er búið að drepa nokkra.. Hér er svona bodycount og þegar vel er að gáð eru þetta bara saklausir borgarar.... Já þetta er ægilegt stríð.....

þriðjudagur, mars 25, 2003

Þessi pistill er bara skoðun mín, ekki staðhæfing! Þannig ekki byrja að væla útaf einhverju Crappi þið vinstru-grænu öfuguggar....
Shit hvað maður er kominn með mikinn hausverk útaf þessu stríði... Ég segi bara Fuck Bush and Fuck Saddam! Þetta eru báðir aular!! Bush er bara með álíka háa greindarvísitölu og flestir á saambýlinu á Stekkjartröð og Saddam er álíka geðveikur og maður sem er búinn að taka 10000 of stóra skammta af naglalakkaeyði, maðurinn er bara one sick bastard................ EN eitt skil ég ekki, það er að Dabbi vinurinn minn Oddson og fél. skuli styðja þetta stríð! Ég meina eru ekki 75% landsmanna andvíg því??? Ég held að þarna hafi Davíð og Halldór hreinlega gefið samfylkingunni hlut í stjórnarmeirihluta og ríkisstjórn í komandi kosningum, og ekki er það gáfulegt þar sem þetta eru óákveðnir svikarar (Ingibjörg), gráhærðar vælur (Jóhanna) eða útbrunnið fólk (Jakob og co.) .... En þau eru þó skárri en /#&$%&&%#&%#&%#%& ógeðslegu motherfuckarnir og $#)($(/$#"$&$$&%/$ í vinstri grænum oj bara!!!!!!!!!!!! Vinstri grænir eru útreyktir af Sveppum, lambaspörðum og öðrum hálendisperlum og vita ekki neitt nema eitt hugtak í sína ljótu sköllóttu hausa og það hugtak er "að vera á móti"
Já krakkar mínir pólítík er ekkert grín, og þar af leiðandi hvet ég ykkur til að kjósa rétt, kjósið X-D í næstu kosningum og hér kemur smá fyrir ameríkana: You americans if you'll vote for another republican in the next president elections I'll personally call Osama Bin fucking Laden and ask him to blow your fat fucking M'cdonalds assess up to the blood red sky!!!!!....
Repúblikar eru aular...
Jæja segið það sem þið viljið um þennan pistil í gestabókinni!
Takk fyrir og góða nótt
Það er sko greinilegt að menn eru drullu bjartsýnir fyrir leikinn sem fyrirhugaður er gegn dömunum!!!! Sorry Harpa að ég skuli hafa misst "þú veist hvað" útúr mér en hey það var bara snilld!!!!!!
Það gæti vel verið að Lísu en ekki Betu verði boðið starf sem Watergirl en þó er ekki víst að hún fylli öll þau skilyrði til að komast svo langt...

1.) Tab rústar þessu!!!! 17 74%
2.) Tab vinnur með einu 1 4%
3.) Markaveisla en endar með jafntefli 0 0%
4.) 0-0 ömurlega leiðinlegt jafntefli 1 4%
5.) Kellurnar rétt ná að merja okkur 0 0%
6.) Þær taka okkur í nös og rústa leiknum

En já allavega það var ekki æfing í kveld að sökum áhugaleysis allra, en næsta æfing verður á næstunni :)
Takið þátt í nýju könnuninni
Tapað - fundið: Tab Extra búningur tapaðist í íþróttahúsinu núna síðastliðin mánudag.. Bolurinn er merktur Stefano og er nr. 12 stærð L... Ef þið lumið á upplýsingum um hann talið þá við mig... Ef viðkomandi sem tók hann skilar honum í dag eða á morgun verður ekkert gert, annarrs verður gripið til annarra ráðstafana.....
Ég fór á svona fund í skólanum og var enginn annarr en Stefán Karl sem hélt fyrirlestur um einelti.. Ég gerðist svo merkilegur og tók í höndina á honum sem enginn annarr gerði.. Takk fyrir það ef þið viljið snerta mig.. hehe.....
Það er núna að fara að renna út skilafrestur til að kaupa búninga en fresturinn rennur út á hádegi á morgun!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Það er voða lítið að ske þessa dagana þannig að ég hef ekkert rosa mikið að segja þetta augnablikið.....

mánudagur, mars 24, 2003

Stórfrétt!
ÉgfTake the Poll
Hvern vilt þú hafa sem stjórnarmeðlim Tabs.??
votes percent
1.) Atli 9 12%
2.) Óttar Már 10 13%
3.) Erla 16 21%
4.) Steinar P 2 3%
5.) Steinar L 6 8%
6.) Bróðir Erlu 9 12%
7.) Huginn 5 6%
8.) Röggu 4 5%
9.) Hörpu 7 9%
10.) Engan af ofantöldum fíflum! 9 12%

Það er ljóst að Erla Dögg og Óttar Már verða hafa verið kynnt sem stjórnarmeðlimir Tab Extra.... Skoðanakönnun sýndi að Erla vann yfirburðasigur en Óttar og Atli áttu í mikilli baráttu um hitt sætið sem endaði með því að Bóbó vann með einu atkvæði......!!!!!!!

Leikurinn á móti meistaraflokki kvk var óturlega leiðinlegur... Ég strikerinn sjálfur var settur í MIÐVÖRÐ og spilaði þar næstum allan leikinn... Það var einmitt vel við hæfi að Erla skori svona glæsilegt mark sama dag og hún skýtur hinum ref fyrir rass í kosningunni!

Já svona er lífið...... 'eg var að keppa með 4.flokki karla og Degi á móti Mfl. kvenna og fór leikurinn svo að 4.flokkur vann 5-3 og var það frekar slöpp frammistaða en ég stti eitt mark fyrir strákana sem var stórglæsilegt en flottasta markið átti hún erla..... anað hef ég ekki að segja frekar en fyrri daginn..... shit hvað mig hlakkar til að keppa við mfl. kvenna með Tab extra......
Það eru nú helstu tíðindi í dag að Jörgen sé að fara að fá blogg license hjá tabextra og byrji að blogga á næstu dögum!!...
Sorry en ég gleymdi captaininum honum Pétri í valdalistanum en hann er í 6.sæti og Bibbi í 7.....
Ég hef ekkert að segja þessa stundina en ég blogga í kveld!... Munið að kjósa þá gáfulegustu...!

sunnudagur, mars 23, 2003

Ég get alveg sagt þér það Bibbi að það var sko engin tilviljun að Erla valdi DagZan og Jörgeninn framyfir aðra til að mæta í þetta fágaða heimboð.... Við erum nátturlega bestir og Ég er besti kokkurinn og Jörgen er bestur að ganga frá.... Síðan komust jú West ham frá fallsvæði og er það álíka merkilegt og að Liverpool skuli hafa unnið leik í dag....
Það var ágætis mæting á æfingu Tabs áðan allir mættu sem við töluðum við nema Huginn og Leifur og fá þeir two weeks fine fyrir það.....
En núna standa yfr ráðningar hjá Tab en það er verið að leita eftir 2.stjórnarmeðlimum..

Valdalisti Tab
1-2.Forseti-Dagur
1-2.Framkvæmdarstjórinn-Kalli
3. Stjórnarformaðurinn-Jörgen
4-5. Stjórnarmeðlimir
6. Bibbinn-Bibbi

Ég ætla engu að síður að leiðrétta það ég sé ekki iðinn við að læra, ég er bara ekki að í mínu besta formi ( á örugglega aldrei eftir að komast í það..)
Jæja þá verður spennandi að sjá hverjir fá að vera stjórnarmeðlimir en það ræðst á næstu dögum....
Nú þegar TabExtra hefur ráðið sér stjórnarformann er nánast ljóst að liðið þarf á fjárstuðningi að halda því að stjórnarformaðurinn þarf að fá starfslokasamning bráðlega, biðlaun, bíl og bílstjóra þangað til hann fær bílpróf, ferðapeninga, utanlandsferðir og fleira. Þess vegna hefur liðið reynt að sækja meiri fjármuni í hið stórríka og vellauðuga sveitarfélag Borgarfjörð Eystri en uppskeran var frekar rýr eða einn geisladiskur með Álfaborgarsénsi í 10 útgáfum. Að vísu verður reynt að selja diskinn dýrum dómi á uppboði sem haldið verður bráðlega. Aðrir stjórnarmeðlimir sem gefa kost á sér eiga ekki rétt á viðlíka greiðslum og stjórnarformaðurinn og því lítt eftirsótt embætti. Ég lýsi reyndar yfir ánægju með val á stjórnarformanni og tel að greindarvísitala stjórnar hafi hækkað verulega við þessa stöðuveitingu. Að vísu var það létt. Annar heldur með Man.Utd en hinn Liverpool.
Ég vil benda á að West Ham forðaðist fallsæti í fyrsta sinn í vetur nú um helgina og í tilefni að því var mikil flugeldasýning hjá stuðningsmönnum West Ham í Miðausturlöndum. Þeir eru reyndar ekki með neina hjálparsveit og fengu liðsinni Bandaríkjamanna við að skjóta sem flestu í loft upp, bæði flugskeytum, húsum og öðru því sem telst þess vert að fórna á altari Hamranna.
Stjórnarmenn TabExtra eru með hugann við knattspyrnuæfingar nú þegar dagur tekur að lengjast og Dagur tekur að þyngjast (eitthvað hafa menn sturtað í sig sælgætinu hjá Erlu). Ég reyni nú að forðast eins og heitan eldinn að hreyfa mig of mikið nema þegar leikur er í gangi og mæli frekar með því að þeir komi á æfingarleikjum við ýmsa hópa. Einn heitur er t.d. Briddsfélag Fellamanna þar sem meðalaldurinn er hátt í 80 ár og ætti sigur að vinnast og liðsandinn að styrkjast. Ef hins vegar liðið tapar fyrir BF þá er hætt við að erfitt verði að finna lið til að sigra en þó koma Fiðrildin og ýmsir saumaklúbbar sterklega til greina. Ég hvet DagZa og KalLa að kíkja á þessi lið og finna tíma.
Ég eins og fleiri sem komust ekki í þann útvalda hóp sem stundaði sælgætis, piparsósu, snakk og ísát á föstudagskveld bíðum í ofvæni eftir sögum en það virðist vera einhvert þagnarbindindi sem allir sem mættu hafa undirritað. Ég trúi því tæplega að það hafi verið slembiúrtak hjá Erlu þegar hún valdi Jörgen og Dag úr drengjaúrvali skólans. Hvor þeirra var á undan á blaðinu veit ég ekki en treysti því að úr þessu verði leyst.
Nú er skólavika framundan og vona ég að DagZi verði jafn iðinn við lærdóminn í vikunum fram að skemmtilegum prófum í byrjun maí og hann er á bloggernum. Þó er farið að líta á Blogg sem nútíma bókmenntir og því má segja að DagZi og aðrir bloggerar taki þátt í því að skrifa nútímabókmenntir með nýjum hætti á nútímalegan hátt. Til hamingju með það bloggerar
búið í bili
Það er opinbert að einn af lykilmönnum liðsins Jörgen sé hér með ráðinn þriðji æðsti maður Tab Extra á eftir mér Forsetanum og Kalla managernum... Jörgen fær hina eftirsóttu stöðu Stjórnarformaður og mun hann því eiga þátt í helstu ákvarðanatökum liðsins.... En nú vantar 2.stjórnarmeðlimi sem sitja undir honum... En Jörgen kom þá hugmynd (sem ég hef reyndar verið að pæla í) að fara að halda æfingar hjá Tab og láta alla borga æfingagjöld sem yrði c.a. 500 kall á mánuði og síðan fyrir þann pening gæti liðið gert eithvað skemmtilegt svo sem haldið Party og keppt í fleiri mótum...
Hvað finnst ykkur endilega tjáið ykkur!!!!!!!!!!
En já síðan vantar 2.stjórnarmeðlimi sem taka til starfa fyrir sumarið.. Áhugasamir hafið samband.....

This page is powered by Blogger. Isn't yours?